Mandarína - Davíð Örn Halldórsson 2014

Mandarína eftir Davíð Örn Halldórsson er Kærleikskúla árins 2014. Svona lýsir hann verkinu:

Mandarína

Appelsínugul kringla

sem brotnar í báta.

Börkur sem

​ilmar,

appelsínugulur eða grænn.

Innihaldið ríkt, minningin um síðustu sterk.     

Þessi mandarína bragðast ekki vel,

en hún brotnar í báta.

Davíð Örn Halldórsson

Davíð Örn Halldórsson er fæddur árið 1976. Hann útskrifaðist frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og býr og starfar í Reykjavík. Verk Davíðs Arnar eru gjarnan unnin á óhefðbundin efni og einkennast af kraftmikilli litanotkun og spennandi samruna forma og mynstra. Verkin hafa sterka skírskotun til graffítíverka en falla á einstæðan hátt að myndlistarhefðinni um leið og þau vísa sterkt í götulistina. Davíð Örn, sem er í fremstu röð íslenskra listmálara, hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis. Á meðal viðurkenninga sem hann hefur hlotið er Carnegie-styrkurinn árið 2013.