Reykjadalur í Mosfellsdal

Fréttir úr starfi SLF 

Reykjadalur eru sumarbúðir í Mosfellsdal fyrir fötluð börn og ungmenni. Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa starfseminni í Reykjadal vel. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. Árlega koma um 250 einstaklingar í Reykjadal á aldrinum 8-21 árs. Við leggjum áherslu á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum. Vináttan er mikilvægur þáttur í starfseminni. Lögð er áhersla á að börnin geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja.

Í Reykjadal starfar kraftmikið og hugmyndaríkt starfsfólk sem er tilbúið að taka þátt í að gera dvölina ógleymanlega.

Sækja þarf um sumardvöl í Reykjadal fyrir 15. febrúar ár hvert og vetrardvöl fyrir 1. september.

Sæktu um hér

Veturinn 2021 var Jafningjasetur Reykjadals starfrækt í fyrsta sinn. Þar var mikið fjör líkt og sjá má hér:

Aðstaðan er góð hjá okkur í Mosfellsdalnum. Styrkir, gjafir og fjárveitingar einstaklinga og fyrirtækja spila stórt hlutverk í allri uppbyggingu. Við erum bakhjörlum okkar afskaplega þakklát. 

Vinir Reykjadals er stuðningsveit sumarbúðanna í Reykjadal, fólk sem styður starfsemina með mánaðarlegum styrkjum. Vilt þú gerast vinur Reykjadals eða styðja starfsemina með eingreiðslu? Smelltu þá hér