Sumarverkefni Reykjadals 2020

Seint í vor fengum við tækifæri til þess að fara af stað með nokkur verkefni sem okkur hefur lengi dreymt um. Verkefnin eru unnin að frumkvæði félagamálaráðuneytisins sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid- 19 faraldursins. Markmið verkefnanna er að bjóða börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir upp á afþreyingu í sumar og rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust í kjölfar útbreiðslu faraldursins.

Við erum þegar farin af stað með nýjar ævintýrabýðir Reykjadals í Skagafirði fyrir börn og ungmenni með ADHD og/eða einhverfu.

Við erum að leita að starfsfólki í öll þessi verkefni - sæktu um hér

Nú erum við að klára undirbúning fyrir þrjú önnur verkefni:

Ævintýranámskeið Reykjadals - SKRÁNING ER HAFIN

Leikjanámskeið sem haldin verða á höfuðborgarsvæðinu fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri. Námskeiðin eru á daginn og eru í anda Reykjadals. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. ​Við leggjum áherslu á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum og sé fremstur meðal jafningja. Ath. þau sem koma í Reykjadal í sumar geta líka sótt um.

Sumarfrí Reykjadals - Upplifðu aftur Reykjadalssteminguna Skráning er hafin

Við ætlum að bjóða fólki með fötlun á aldrinu 21-35 ára upp á sumarfrí á Reykjanesi. Við viljum bjóða þeim sem komu til okkar í Reykjadal í æsku að upplifa aftur Reykjadalssteminguna, ógleymanlegar kvöldvökur, gleði og vináttu. Þau sem ekki hafa komið í Reykjadal áður eru auðvitað líka velkomin. Við opnum fyrir umsóknir á næstu dögum. 

Fjölskyldurbúðir í Vík

Félagsmálaráðuneytið í samstarfi við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra efnir til sumarbúða fyrir fjölskyldur fatlaðra barna í Vík í Mýrdal. Styrktarfélagið ber ábyrgð á verkefninu og nánari útfærslu dvalar. Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur milligöngu um þátttakendur og skráningu þeirra.