Listamaðurinn Atli Már hannar nýtt útlit á Reykjadalsbolina

Skemmtilegt er að segja frá því að í ár var tekin ákvörðun um að breyta aðeins til og gera nýja gerð af Reykjadalsbolunum. Bolirnir hafa verið fastur liður í Reykjadal síðustu sumur en gestum býðst færi á að mála framan á boli sem eru merktir Reykjadal á bakinu. Síðan geta þeir sem vilja tekið þessa boli með sér heim. Hinu hefðbundna logo-i Reykjadals aftan á bolunum var því skipt út tímabundið fyrir nýja auðkennismynd Reykjadals.
Atli Már Indriðason teiknaði  myndina sérstaklega fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Reykjadal til að nota en Atli Már var valinn listamaður listar án landamæra árið 2019. 
Myndin endurspeglar vináttubönd sem að myndast í Reykjadal. 

Listasýning Atla Más stóð frá 3. maí til 31. maí í listarými Mosfellsbæjar. Nánar um listamanninn má finna hér.