Hátt í 1.900 þúsund söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni

Hátt í 1.900 þúsund krónur söfnuðust fyrir Reykjadal og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra/Æfingastöðina í Reykjavíkurmaraþoninu sem var haldið síðastliðinn laugardag. Nýtt met var slegið í fjölda þátttakenda sem hlupu fyrir Reykjadal en 66 einstaklingur skráði sig á hlaupastyrkur.is og safnaði áheitum fyrir sumarbúðirnar.

Alls söfnuðust 1.778.345 kr. fyrir Reykjadal en Alvar Orrason safnaði hæstu fjáhæðinni, 334.000 kr. 20 einstaklingar hlupu fyrir Styrktarfélagið/Æfingastöðina í ár en alls söfnuðust 116.500 kr. Jónína Ómarsdóttir safnaði hæstu fjárhæðinni, 40.500. kr. en Jónína hefur undanfarin ár safnað áheitum fyrir Styrktarfélagið í minningu Ara, sonar síns.

Það er fyrst og fremst frumkvæði einstaklinga sem er drifkrafturinn í söfnun styrkja í Reykjavíkurmaraþoninu. Við þökkum velunnurum okkar og vinum kærlega fyrir þeirra dýrmæta framlag, hvort sem þeir voru þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu eða gáfu fé til málefnisins.

Blíðskaparveður var í borginni á laugardaginn og ánægjulegt að fylgjast með öllum þeim kraftmiklu einstaklingum sem mættu, hvort sem var til að taka þátt, eða hvetja hetjurnar til dáða.