Hjóla - og grillkvöld WOW Cyclothon og Reykjadals

Tvöhundruð hjól­reiðagarp­ar fjöl­menntu í sam­hjól í gærkvöldi um klukkan 18 en lagt var af stað frá Eg­ils­höll og hjólað inn Mos­fells­dal­inn. Hjóla­kvöldið var upp­hit­un fyr­ir WOW Cyclot­hon keppn­ina sem mun fara fram dag­ana 25. – 29. júní en hjólaðir voru fyrstu kíló­metra keppn­is­leiðar­inn­ar. Í lok­in var svo komið við í sum­ar­búðunum í Reykja­dal og auka­orka feng­in í sam­eig­in­legri grill­veislu.

Viðburður­inn markaði það að form­leg söfn­un er nú haf­in í WOW Cyclot­hon árið 2019 og liðin eru far­in að kepp­ast við að safna áheit­um. Aðalstyrk­ur keppn­inn­ar í ár mun renna óskipt­ur til sum­ar­búðanna í Reykja­dal sem að Styrkt­ar­fé­lag lamaðra og fatlaðra á og rek­ur. 

Sólin lék um hjólreiðafólk og gesti Reykjadals en grillaðar voru pylsur og sykurpúðar í svanga hjólara og fengu allir sem vildu, skoðunarferð um aðstöðuna í Reykjadal. Einnig var kveikt í varðeld og fjölmennt í söng en almenn gleði einkenndi kvöldið allt. Bæði keppendur og áhugafólk um hjólreiðar mættu á viðburðinn sem var opinn öllum.

Styrkurinn sem kemur úr áheitasöfnun mun fara í mjög þarfa viðbyggingu við sumarbúðirnar sem mun bæta aðstöðu og aðgengi til munal. Um 250 börn og ungmenni koma árlega í sumarbúðirnar en þau eiga það öll sameiginlegt að eiga ekki kost á annarri sumardvöl vegna fötlunar. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að skapa ævintýri og nýjar upplifanir fyrir alla þá sem þangað sækja. Mörg lið eru skráð til leiks í ár og Hjólakraftur verður á sínum stað. Um 90 milljónir hafa safnast frá því að WOW Cyclothon hóf göngu sína og safnað hefur verið fyrir hin ýmsu góðu málefni, en markmiðið í ár er að brjóta hundrað milljóna króna múrinn.

 

Fleiri myndir af viðburðinum má sjá hér: Grill - og hjólakvöld WOW Cyclothon og Reykjadals

 

 Kári og Guðmunda grilla í svanga gesti