Kiwanisklúbburinn Mosfell færir Reykjadal nýjan sláttutraktor

Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals og Sigurðu…
Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals og Sigurður Skarphéðinsson féhirðir kiwanisklúbbsins Mosfell

Kiwanisklúbburinn Mosfell færði Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sláttutraktor að gjöf nú á dögunum. Traktorinn er kærkomin gjöf en hann mun verða vel nýttur í Reykjadal á sumrin. Sláttutraktorinn er afrakstur sælgætissölu Mosfells  fyrir jólin 2018. Sælgætissalan er árlegur viðburður og stendur yfir í desember en klúbburinn nýtur aðstoðar skátafélagsins Mosverja við söluna. Skátarnir fá helming andvirðis í sinn hlut. Kiwanisklúbburinn Mosfell ákvað að veita styrk sinn til Reykjadals að þessu sinni og þökkum við þeim vel fyrir. Sigurður Skarphéðinsson féhirðir Mosfells afhenti forstöðumanni Reykjadals og framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra traktorinn formlega í desember.