Lærdómsríkur, krefjandi og skemmtilegur tími segir Áslaug

Áslaug Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri
Áslaug Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri

Áslaug Guðmundssdóttir sem gegnt hefur stöðu yfirsjúkraþjálfara frá árinu 2005 hætti sem yfirsjúkraþjálfari um áramótin. Hún heldur áfram störfum á Æfingastöðinni sem sjúkraþjálfari. Í skeyti sem Áslaug sendi starfsmönnum þakkar hún fyrir tímann sem yfirsjúkraþjálfari:

„Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur formlega fyrir samstarfið undanfarin ár. Þetta hefur verið lærdómsríkur, krefjandi og skemmtilegur tími fyrir mig og ávallt ánægjulegt að vinna með ykkur. 

Eins og Vilmundur sagði þá er e.t.v. ekki algengt að yfirmaður dragi sig sjálfur í hlé og velji að vinna frekar á gólfinu. Ég var fyrir löngu búin að ákveða að draga mig í hlé frá stjórnunarstörfum áður en ég hætti að vinna en ég hef alltaf haft mjög gaman af vinnu minni sem barnasjúkraþjálfari svo það er ánægjulegt fyrir mig að fá að klára starfsæfina þannig.  

Og þar sem þið eruð bestu samstarfsmennirnir, skemmtileg, metnaðarfull og mikilir fagmenn er langbest að fá að vinna áfram á Æfingastöðinni.“

Við þökkum Áslaugu fyrir frábært starf sem yfirsjúkraþjálfari og erum mjög ánægð að hafa hana áfram með okkur.