Ráðgjöf vegna ósamhverfu í hálshreyfingum hjá ungbörnum

Kæru vinir

Nú þegar þjónusta við ungbarnaforeldra er takmörkuð sjáum við mikla fækkun í beiðnum vegna ósamhverfu í hálsi ungbarna. Það væri óskandi að ástæða þessarar fækkunar væri vegna færri tilfella en það teljum við því miður afar ólíklegt.

Sjúkraþjálfarar á Æfingastöðinni eru starfandi þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir komur skjólstæðinga vegna herts samkomubanns. Foreldrum og ungbarnaeftirliti er því velkomið að hafa samband og óska eftir ráðgjöf og leiðbeiningum símleiðis.

Ósamhverfa í hálshreyfingum er ekki óalgeng. Mismunandi ástæður geta legið að baki eins og lega barns í móðurkviði, gangur fæðingar eða hvernig barnið liggur og hreyfir sig. Ósamhverfa getur haldið áfram að ágerast við einhæfar legustöður og hreyfingar. Ef gripið er inn í nógu snemma er í flestum tilfellum hægt að leiðrétta ósamhverfu með viðeigandi örvun. Ef barnið liggur og horfir meira til annarrar hliðar er mikilvægt að byrja strax að æfa barnið í að horfa í hina áttina þannig að hreyfingar verði samhverfar.

Við hvetjum ykkur einnig til að skoða bæklinginn okkar um örvun ungbarna 

Með bestu kveðju,

Sjúkraþjálfarar á Æfingastöðinni