Reykjadalur fær jólastyrk Mannvits

Á mynd: Friðrik Ómarsson, markaðsstjóri Mannvits, Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjad…
Á mynd: Friðrik Ómarsson, markaðsstjóri Mannvits, Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals og Björgheiður Albertsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Mannviti.

Verkfræðistofan Mannvit færði Reykjadal jólastyrk sinn fyrir jólin 2018. Styrkveitingin kemur í stað jólakorta fyrirtækisins. 
Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, tók við styrknum fyrir hönd Reykjadals núna í upphafi nýársins. Styrkurinn verður nýttur í endurbætur á útisvæði sumarbúðanna en framkvæmdir eru þegar hafnar. Áætlun er að gera upp allt útisvæðið í nokkrum áföngum þannig að það verði aðgengilegra fyrir alla gesti Reykjadals. Nú þegar hefur bæst við hjólastólaróla sem kom fyrir sumarið 2017, útipallur sérstaklega hannaður með aðgengi í huga og ærslabelgur sem kom fyrir sumarið 2018. Framkvæmdum á breytingum útisvæðisins eru þó hvergi nærri lokið og bíðum við spennt eftir fleiri nýjungum. Allur stuðningur er ómetanlegur og færir okkur skrefinu nær draumalóðinni.