Sala á sumarhappdrættismiðum er hafin

Sala er hafin á sumarhappdrættismiðum Reykjadals 2020. Allur ágóði af sölu happdrættismiðanna rennur til sumarbúðanna í Reykjadal.

Þú finnur happdrættismiðann í heimabankanum þínum. Einhverjir fá líka miða inn um lúguna.

 

Það er líka hægt að kaupa miða með því að smella hér

 

Vinningar eru stórglæsilegir og er heildarverðmæti þeirra 44.281.454,- kr.

1. - 2. vinningur

Kia XCeed PHEV Urban  að verðmæti  kr. 4.590.777 hver bifreið

 

3.– 12. vinningur.

TREK Rail 5 SX rafmagnshjól að verðmætil kr. 569.990 hvert hjól

 

13.-110. vinningur

Gjafabréf frá Icelandair hótelum að andvirði kr. 300.000 hver vinningur.

  • Gildir sem inneign í gistingar og/eða veitingar á öllum Icelandair hótelunum sem eru 7 talsins og einnig Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavík, Reykjavík Konsúlat, Hótel Eddu, Slippbarnum, Satt, Geira Smart, VOX Brasserie, Aurora Restaurant, Natura Spa og Hilton Reykjavík Spa.

DREGIÐ ER 17. JÚNÍ

TAUMLAUS GLEÐI OG VINÁTTA

Það er taumlaus gleði í sumarbúðunum í Reykjadal. Starfsfólk okkar leggur metnað sinn í að skapa ævintýri og ógleymanlegar minningar fyrir þau 250 börn og ungmenni sem koma til okkar á ári hverju. Vináttan er í aðalhlutverki í Reykjadal og er mikil vinna lögð í að koma börnum í hópa með það í huga að hver og einn sé fremstur meðal jafningja og geti notið sín á sínum forsendum. Í þeim hópum verður oftar en ekki til ómetanleg vinátta.

Nýverið fjölgaði í vinahópi sumarbúðanna þegar bakvarðasveitin Vinir Reykjdals var sett á laggirnar. Vinir Reykjadals styrkja starfsemi sumarbúðanna með mánaðarlegu framlagi. Stuðningur Vina Reykjadals er dýrmætur. Hann stuðlar að því að við getum byggt upp aðstöðuna okkar og vonandi stytt biðlistann. Enginn á að þurfa að bíða í ár eða lengur eftir dvöl í sumarbúðum. 

Þú getur gerst vinur Reykjadals með því að smella hér.

TAKK FYRIR ÞINN STUÐNING!