Við leitum að starfsfólki í Sumarfrí Reykjadals í Grindavík

Við leitum að ábyrgðarfullu og drífandi fólki til að starfa við ný og spennandi sumarverkefni Reykjadals. Verkefnin eru unnin að frumkvæði félagamálaráðuneytisins sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid- 19 faraldursins. Markmið verkefnanna er að bjóða börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir upp á afþreyingu í sumar og rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust í kjölfar útbreiðslu faraldursins.

Í Grindavík verða sumarbúðir fyrir fullorðið fatlað fólk á aldrinum 21-35 ára. Unnið er á vöktum. Við leitum að fólki til að sjá um skemmtidagskrá og veita gestum okkar þá þjónustu sem þeir þurfa. Við leitum einnig að matráð og starfsfólki á næturvaktir.

Við viljum bjóða þeim sem komu til okkar í Reykjadal í æsku að upplifa aftur Reykjadalssteminguna, ógleymanlegar kvöldvökur, gleði og vináttu. Þau sem ekki hafa komið í Reykjadal áður eru auðvitað líka velkomin.

Þetta er tilvalið tækifæri til að öðlast reynslu og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi. Við leitum að fólki sem hefur áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Tímabilið er um 5-6 vikur. Það er kostur ef umsækjandi getur hafið störf sem fyrst og unnið er út miðjan ágúst.

Við hvetjum sérstaklega nemendur á félags-, mennta- og heilbrigðisvísindasviði til að sækja. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.

Helstu verkefni:

Hæfniskröfur:

  • Aðstoð og umönnun við gesti
  • Skipulag á dagskrá
  • Ýmis tilfallandi verkefni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálstæði í starfi
  • Áhugi á að starfa með fólki
  • Nákvæmni og fagmennska í vinnubrögðum

 

Sæktu um hér