Hóteldvöl í anda Reykjadals

Við ætlum að bjóða fólki með fötlun á aldrinum 21-35 ára upp á sumarfrí á hóteli í Grindavík. Við viljum bjóða þeim sem komu til okkar í Reykjadal í æsku að upplifa aftur Reykjadalssteminguna, ógleymanlegar kvöldvökur, gleði og vináttu. Þau sem ekki hafa komið í Reykjadal áður eru auðvitað líka velkomin. Aðstaðan er aðgengileg og í raun fyrsta flokks. Búið er að opna fyrir umsóknir.

Tímabil sem í boði eru:

8.- 15. júlí
15. - 22. júlí
22. - 29. júlí
29. - 5. ágúst
5.-12. ágúst

Sæktu um hér: http://www.slf.is/is/moya/formbuilder/index/index/umsokn-um-dvol-i-sumarfrii-reykjadals