Við ætlum að bjóða fötluðu fólki á aldrinum 21-35 ára upp á sumarfrí Reykjadals sumarið 2021. Við viljum bjóða þeim sem komu til okkar í Reykjadal í æsku að upplifa aftur Reykjadalssteminguna, ógleymanlegar kvöldvökur, gleði og vináttu. Þau sem ekki hafa komið í Reykjadal áður eru auðvitað líka velkomin.
Staðsetning er ekki komin en verður auglýst síðar.
Athugið að mikilvægt er að umsóknin sé samviskusamlega útfyllt.