Sumarbúðir Reykjadals í Háholti í Skagafirði eru fyrir börn og ungmenni 8-18 ára með ADHD og/eða einhverfu.
Athugið að mikilvægt er að umsóknin sé samviskusamlega útfyllt.
Hægt er að hafa samband við reykjadalur@slf.is ef upp vakna spurningar, eða í s. 535-0900.
Sumarbúðirnar hefjast í byrjun júní og stefnt er að því að þær starfi í 10 vikur.
Vináttan er mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals. Við leggjum mikla vinnu í að raða í hópa í von um að gestir okkar geti eignast vini og séu fremstir meðal jafningja.
Í Reykjadal er hugmyndafluginu sleppt lausu og þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt. Lögð er áhersla á það að allir sem þangað sækja fái að njóta sín á sínum eigin forsendum og skemmti sér í góðra vina hópi.