Sumarverkefnin aftur í ár - opið fyrir umsóknir!

Annað árið höfum við fengið tækifæri til að bjóða fleirum upp á sumadvöl, ævintýri og gleði í anda Reykjadals. Síðasta sumar buðum við upp á  fjögur ný og spennandi verkefni: Sumarbúðir í Háholti í Skagafirði, ævintýranámskeið á höfuðborgasvæðinu, sumarfríi fyrir fullorða með fötlun og fjölskyldubúðir Reykjadals. Verkefnin eru unnin að frumkvæði félagamálaráðuneytisins sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid- 19 faraldursins líkt og síðasta sumar. Markmið verkefnanna er að bjóða börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir upp á afþreyingu í sumar og rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust í kjölfar útbreiðslu faraldursins.

Við höfum opnað fyrir umsóknir um dvöl í Háholti, sumarfríi Reykjadals og ævintýranámskeiðunum! Hér eru nánari upplýsingar um hvert og eitt verkefni ásamt tenglum á umsóknareyðublöð:

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Ævintýrabúðum Reykjadals í Skagafirði og Sumarfríi Reykjadals í Grindavík. Eins og sjá má var farið víða og allsstaðar var tekið vel á móti gestum okkar: