Reykjadalsvinir: Umsókn um dvöl í sumarfrí 2024

Reykjadalsvinir: Vinahópar í sumarfrí með Reykjadal 2024

Umsóknarfestur liðinn 

Fimmta árið í röð stendur fötluðu fólki á aldrinum 21-35 ára til boða að koma í sumarfrí að hætti Reykjadals í ágúst eða september. Verkefnið er styrkt af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu líkt og fyrri ár.

Að þessu sinni verður fyrirkomulagið þannig að vinahópurinn hittist í byrjun sumars og skipuleggur sjálfur komandi frí, hvert vinahópurinn á að fara, hvaða dagskrá verður og gerir matseðil.

- 1-2 skipulagshittingar í maí-júní
- Dvölin sjálf í 3 nætur í ágúst/september

Þetta er því tækifæri til að lengja sumarið og skella sér í frí þar sem Reykjadalsstemningin verður ríkjandi, óvissuferðir, kvöldvökur og fleira skemmtilegt með hópi af fólki sem þú tengir við.

Markmiðið er að efla öll í hópnum að taka þátt í skipulaginu og sjá afreksturinn með vinahópnum síðar um sumarið. 

Umsóknarfrestur er 5. apríl 2024 og úthlutun mun fara fram stuttu seinna.

Verð í fríið er 65.000kr með öllu inniföldu. Takmörkuð pláss eru í boði.

Við horfum til vináttu þegar við röðum í hópana og gerum okkar besta að svara óskum ykkar.

Það má heyra í forstöðufólki í síma: 5666234 eða í gegn um reykjadalur@slf.is

Þvílíkt sem við erum spennt að hitta Reykjadalskempurnar okkar <3

Vinsamlegast fyllið umsóknarformið samviskusamlega út.

 

Persónuupplýsingar
þess sem kemur til dvalar
Upplýsingar varðandi fötlun


Heilsufar


T.d. augn- eða eyrnabólgur, ofnæmi, þvagsýkingu eða annað? (Meðhöndlun)
Félagsleg atriði

hvað finnst honum/henni gaman að gera?

Svefnvenjur
Annað
T.d eitthvað varðandi hegðun.
Vinir sem vilja vera saman.