Fjörugir félagar

Námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri (7-8-ára) sem hafa áhuga á að læra aðferðir til að eiga í árangursríkum samskiptum við vini, bekkjarfélaga, liðsfélaga og fjölskyldu.

Félagsleg samskipti fela m.a. í sér:

  • Að hafa gaman
  • Að setja sig í spor annarra
  • Sjálfskilning og sjálfstraust
  • Skiptast á að tala og hlusta
  • Sýna öðrum áhuga
  • Leysa úr ágreiningi
  • Þekkja eigin mörk og virða mörk annarra

Námskeiðslýsing:

Áhersla er lögð á þátttöku og jákvæð samskipti m.a. í gegnum umræður, samvinnuverkefni, hópleiki og spil.

Í samvinnu meta barn, foreldrar og iðjuþjálfi hvort námskeiðið henti barninu. Hópurinn samanstendur af 4-6 börnum á svipuðum aldri og tveimur iðjuþjálfum.

Staður:
Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13

Tími:
2x í viku,  60 mínútur í senn, 11 skipti.

Námskeið á haust- og vorönn.

Umsjón:
Sylvía Dögg og Sonja iðjuþjálfar