Kópar

Kópar er þjálfun í hóp í sundlaug, ætlað börnum frá  0-6 ára sem eru með með hreyfihömlun.

 

Markmið:

  •   Koma sér í og uppúr lauginni
  •   Aðlögun að vatni og vellíðan
  •   Geta slakað á í vatninu – fljóta
  •   Að læra að blása í vatnið og kafa
  •   Að vera sjálfbjarga í vatni með kúta
  •   Undirbúningur fyrir sundkennslu

 

Námskeiðslýsing:

Foreldrar /fylgdarmaður fylgja   barninu í búningsklefa og aðstoða það við klæðnað bæði á leið í laug og taka   á móti því þegar það kemur úr  sturtu   eftir sundtímann.

Óskað er eftir þátttöku foreldra í   sundlauginni u.þ.b. þriðja hvert skipti og gerð verður áætlun um það í   upphafi námskeiðs.

Ætlast er til að þau börn sem nota   bleiu séu í lokuðum sundbuxum undir sundfötum.

Þjálfun er miðuð að getu hvers og   eins og fer fram í gegnum leik þar sem    áhersla er lögð á samveru, samskipti, skynjun og vellíðan.

 

Staður:

Sundlaug Æfingastöðvar,   Háaleitisbraut 13.

 

Tími:

1x í viku frá,  10 - 14 skipti , 30- 40  mínútur í senn í lauginni.

 

Umsjón:

Sjúkraþjálfarar

Jóhanna Herdís Sævarsdóttir sjúkraþjálfari.

 

Til baka í yfirlit yfir hópa