- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Hópþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri (4-6 ára) sem þurfa hvatningu, aukið sjálfstraust og betri líkamlega færni til að taka þátt í hreyfileikjum með jafnöldrum.
Markmið: |
|
Námskeiðslýsing: |
Þjálfun fer fram með þrautabrautum og einföldum hópleikjum. Áhersla er lögð á hreyfifærni, þolæfingar og samskipti. Boðið er upp á opinn foreldratíma og stutt foreldraviðtöl. Tveir hópar er á hvorri önn og raðað er í hópa eftir færni. Hámark 8 börn í hverjum hópi.
|
Staður: |
Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13
|
Tími: |
2x í viku, 45 mínútur í senn, alls 14-16 skipti. Námskeið á haust- og vorönn |
Umsjón: |
Sjúkraþjálfarar Ábyrgðarmaður: Birna Björk Þorbergsdóttir
|
Vorið 2020 áttu nokkrir nemendur í sjúkraþjálfun að koma á Æfingastöðina í verknám. Ekkert varð af því vegna samkomubanns en nemendurnir gerðu þess í stað myndband með hugmyndum að æfingum fyrir börn. Þau Atli og Nanna gerðu æfingar fyrir Ormaskoppshópinn.