PEERS® námskeið Félagsfærniþjálfun fyrir unglinga

PEERS® er 14 vikna gagnreynt félagsfærninámskeið fyrir unglinga sem vilja og hafa áhuga á að læra nýjar leiðir til að eignast og viðhalda vinum.

Markmið:

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að:

  • eiga viðeigandi samskipti
  • eiga rafræn samskipti
  • hefja og yfirgefa samræður
  • standa að vel heppnuðum hittingi vina
  • sýna góðan íþróttaanda
  • takast á við ágreining
  • breyta slæmri ímynd
  • takast á við kjaftasögur og slúður
  • takast á við höfnun, stríðni og einelti
 

Námskeiðslýsing:

PEERS® hugmyndafræðin er bandarísk að uppruna og er nú kennd í 35 löndum. Í hverjum tíma er unglingunum kennd færni í mismunandi félagslegum aðstæðum og þeim gefst tækifæri til að æfa þá færni með jafnöldrum. Foreldrar mæta í nokkur skipti á námskeiðið þar sem þeim er kennt að hjálpa unglingunum að eignast vini og viðhalda vináttunni, með því að aðstoða þá við heimaverkefni og leiðbeina þeim í samskiptum. 

Námskeiðið getur hentað unglingum með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi eða aðra félagslega erfiðleika.

Staður:

Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13

Tími:

Unglingar 1 x í viku, 90 mín. í senn, 14 skipti. Foreldrar mæta í 5 skipti á ca. 3 vikna fresti.  Námskeið á haust- og vorönn.

Umsjón:

Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi og Jónína Sigurðardóttir iðjuþjálfi