Snillingarnir

Námskeið fyrir börn með ADHD á grunnskólaaldri (10-12 ára) sem hafa áhuga á að læra aðferðir til að eiga í árangursríkum samskiptum við vini, bekkjarfélaga, liðsfélaga og fjölskyldu.

Markmið:

  • Eiga í jákvæðum samskiptum
  • Þekkja inn á eigin tilfinningar
  • Læra inn á eigin styrkleika
  • Læra lausnir til að leysa vanda

Námskeiðslýsing:

Áhersla er lögð á þátttöku og jákvæð samskipti m.a. í gegnum umræður, samvinnuverkefni, hópleiki og spil.

Í samvinnu meta barn, foreldrar og iðjuþjálfi hvort námskeiðið henti barninu. Hópurinn samanstendur af 6 börnum á sama aldri og tveimur iðjuþjálfum.

Staður:

Æfingastöðin, Háaleitisbraut 13

 Tími:

2x í viku, 90 mín í senn, 10 skipti

Námskeið á vor- og haustönn

 

Umsjón:

Iðjuþjálfar

Ábyrgðarmaður: Sonja Ólafdóttir og Guðlaug Þórlindsdóttir