Við sköpum ævintýri!

Reykjadalur eru sumarbúðir í Mosfellsdal fyrir fötluð börn og ungmenni. Í Reykjadal er mikið lagt upp úr því að allir njóti sín á sínum forsendum, eignist vini og fái tækifæri til að skapa ógleymanlegar minningar. Í sumar getum við boðið upp á fleiri valkosti en Reykjadal í Mosfellsdal. Annað árið í röð höfum við fengið tækifæri til að bjóða fleirum upp á sumadvöl, ævintýri og gleði í anda Reykjadals. Verkefnin eru unnin að frumkvæði félagamálaráðuneytisins sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid- 19 faraldursins líkt og síðasta sumar.

Aukaverkefni Reykjadals sumarið 2021:

Sumarverkefnin eru öll í anda Reykjadals. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. Vináttan er mikilvægur þáttur í starfseminni. Við leggjum mikla vinnu í að raða í hópa í von um að gestir okkar geti eignast vini og séu fremstir meðal jafningja.

Hjá okkur starfar kraftmikið og hugmyndaríkt starfsfólk sem er tilbúið að taka þátt í að gera sumarið ógleymanlegt.

Langar þig að starfa í Reykjadal? Nánar um það hér

Forstöðumaður Reykjadals er Margrét Vala Marteinsdóttir. Hægt er að ná í hana með því að senda tölvupóst á reykjadalur@slf.is eða hringja í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í síma 566-6234.