Ævintýranámskeið Reykjadals

Í sumar stendur Reykjadalur fyrir ævintýranámskeiði fyrir börn og ungmenni með fötlun og/eða sérþarfir. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu og skipulagið líkist hefðbundnu leikjanámskeiði með dagskrá allan daginn og börnin/ungmennin sótt í lok dags. Unnið er eftir hugmyndafræði sumarbúðanna í Reykjadal. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast. ​Við leggjum áherslu á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum og sé fremstur meðal jafningja. 

Í sumar ætlum við að bjóða upp á systkinahópa á ævintýranámskeiðinu vikurnar 19.-23. júlí og 9.-13. ágúst. Námskeiðið verður líkt og hinar vikurnar fyrir börn og ungmenni með fötlun og/eða sérþarfir ásamt því að systkini þeirra fá tækifæri á að koma með í Reykjadalsævintýri. Markmiðið er að styrkja systkinatengslin með því að verja tíma saman í skemmtilegu umhverfi og gera þeim kleift að tengjast öðrum í svipuðum aðstæðum. 

Félagsmálaráðuneytið styrkir verkefnið annað árið í röð til að mæta félagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins.

Tími: Skipulögð dagskrá er frá kl. 9-16. Boðið er upp á gæslu frá 8-9 og 16-17 svo allir ættu að geta fundið hentugan viðverutíma.

Aldur: 0-18 ára

ATH - Raðað er á námskeiðin með aldur og vináttu að leiðarljósi. Því er ekki hægt að lofa hvaða viku barnið fær úthlutað en við reynum eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir allra.

Sækja um