Æfingastöðin - Lokun vegna námsferðar starfsfólks

Starfsfólk og stjórn Styrktarfélagsins mun heimsækja og fræðast um starfsemi Beitostølen Helsesportsenter í Noregi. https://www.bhss.no

Beitostolen og Æfingastöðin eru um margt líkar stofnanir. Báðar eru miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu barna og ungmenna sem vegna skerðingar af margvíslegum toga eiga í erfiðleikum með þátttöku í athöfnum daglegs lífs. Markmið beggja stofnana er að efla þátttöku skjólstæðinga sinna heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu og þannig ýta undir bætt lífsgæði þeirra. Nálgun beggja stofnana er skjólstæðings- og fjölskyldumiðuð með áherslu á tækifæri í stað takmarkana.