Karfan þín

Karfan er tóm.

Æskuvinir Reykjadals – fyrir þá sem eiga minningar úr dalnum

Nýtt tómstundartækifæri: Æskuvinir Reykjadals – fyrir þá sem eiga minningar úr dalnum

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (SLF) hefur sett á laggirnar nýjan félagsskap, Æskuvini Reykjadals, sem er ætlaður einstaklingum 30 ára og eldri sem dvöldu í Reykjadal sem börn eða unglingar. Markmiðið er að viðhalda tengslum, rækta vináttu og skapa vettvang fyrir þátttöku í starfi SLF.

 

Fyrsti hittingurinn verður haldinn sunnudaginn 6. júlí kl. 17–21 í Reykjadal í Mosfellsdal. Boðið verður upp á kvöldverð og skemmtun, og mikilvægt er að skrá sig fyrirfram. Þátttökugjald er 3.500 krónur, sem gildir einnig sem árlegt félagsgjald SLF. 

Vertu hluti af samfélaginu sem mótaði þig! Meðlimir Æskuvina Reykjadals eru jafnframt boðnir velkomnir sem fullgildir félagsmenn SLF – án aukakostnaðar. Félagsfólk gegnir lykilhlutverki í mótun þjónustu SLF, og rödd þeirra sem þekkja, muna og vilja leggja sitt af mörkum er okkur mikilvægt.

Skráning og nánari upplýsingar:
https://www.slf.is/is/reykjadalur/aeskuvinir-reykjadals