Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
🌍✨ Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar – 8. september ✨🌍
Í dag fögnum við mikilvægi sjúkraþjálfunar og þess ómetanlega starfs sem sjúkraþjálfarar sinna daglega.
Þema ársins er heilbrigð öldrun 👵🧓 – sem felur í sér að vera virkur, viðhalda fjölskyldu- og vinasamböndum og halda áfram að sinna því sem skiptir okkur máli. Á Æfingastöðinni styðja sjúkraþjálfarar börn og ungmenni til aukinnar þátttöku og leggja metnað í að opna leiðir til tækifæra í stað takmarkana.
💪 Sjúkraþjálfun snýst ekki aðeins um æfingar – heldur um að efla styrkleika, opna leiðir til þátttöku og gera daglegt líf auðveldara í leik, námi og starfi.
👉 Regluleg hreyfing á barnsaldri og unglingsárum leggur grunn að góðri heilsu til framtíðar og stuðlar að betri líkamlegri færni síðar á lífsleiðinni.
Við erum stolt af okkar öfluga þjálfarateymi sem nýtir sjúkraþjálfun á fjölbreyttan hátt til að efla heilsu, vellíðan og þátttöku barna og fjölskyldna þeirra.