Auknar smitvarnir og hópastarf endurskipulagt

Mynd: Skjáskot af www.covid.is
Mynd: Skjáskot af www.covid.is

Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fundaði í dag og þar var ákveðið að starfsemi Æfingastöðvarinnar yrði haldið áfram. Verklagi hefur verið breytt til að auka smitvarnir og hópastarf verður endurskipulagt með tilliti til smitvarna. Við fylgjum nýjustu leiðbeiningum Almannavarna og sóttvarnarlæknis.

Við biðlum til skjólstæðinga okkar og aðstandenda þeirra að sýna ábyrgð og afboða tíma ef þeir hafa minnsta grun um COVID-19 smit. Við viljum passa upp á þá einstaklinga sem geta fengið alvarlega sýkingu. Við biðjum skjólstæðinga okkar sem eru í áhættuhópi og aðstandendur þeirra að meta hvort rétt sé að koma til okkar í þjálfun eða að fresta tímanum. Það er sjálfsagt að fresta tímanum í síma 535-0900 og einnig er hægt að senda þjálfurum tölvupóst. Það er einnig velkomið að senda þjálfurum póst með fyrirspurnir um stöðuna.

VIð bendum á upplýsingasíðu almannavarna www.covid.is og leiðbeiningar fyrir einstaklinga í áhættuhóp.