Bergljót Borg nýr framkvæmdarstjóri

Bergljót Borg tekur við stöðu framkvæmdarstjóra Styrktarfélagsins í ágúst næstkomandi en Vilmundur Gíslason lætur af störfum vegna aldurs eftir farsæl 25 ár í starfi.

Bergljót lauk B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún er með diplómu og D-vottun í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands (2006) og kláraði MPM í verkefnastjórnun árið 2008. Árið 2019 lauk Bergljót meistaraprófi í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri.

Síðustu 13 árin hefur Bergljót starfað við kennslu, rannsóknir og verkefnastjórnun við Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Meðfram starfi sínu þar þróaði hún og þjálfar Crossfit fyrir fullorðna (60+) hjá Norður Akureyri. Bergljót þekkir vel til starfsemi Styrktarfélagsins en hún starfaði sem sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni á árunum 2000-2010 og verkefnastýrði innleiðingu Fjölskyldumiðarar þjónustu. Einnig starfaði hún í sumarbúðunum í Reykjadal með námi sínu í sjúkraþjálfun.

Við óskum Bergljótu innilega til hamingju með ráðninguna og hlökkum til að fá hana til liðs við okkur í ágúst.