Karfan þín

Karfan er tóm.

CP dagurinn á Æfingastöðinni - uppbókað!

Æfingastöðin stendur fyrir CP degi þriðjudaginn 10. september. Að þessu sinni koma tveir öflugir sérfræðingar frá Noregi og Svíþjóð til landsins og munu deila þekkingu sinni á sviði CP-eftirfylgdar og þátttöku.

👉 [Uppbókað er á viðburðurinn] Skráning er hafin á Abler.


📖 Dagskrá

  • 08:00–08:30 – Skráning & kaffiveitingar 
  • 08:30–09:00 – Inngangur: Bergljót Borg, framkvæmdastjóri SLF
  • 09:00–10:00 – Guro Lillemoen Andersen - The Norwegian quality and surveillance registry for cerebral palsy (NorCP)
  • Kaffihlé
  • 10:15–11:15 – Elisabet Rodby-Bousquet - CPEF and the F-words; participation and physical activity
  • 11:15–11:30 – Umræður & samantekt

👩‍⚕️ Fyrirlesarar

Guro Lillemoen Andersen – barnalæknir og yfirlæknir á Vestfold sjúkrahúsinu í Tønsberg, Noregi. Dósent við NTNU og faglegur stjórnandi NorCP, norska gæðaskrár- og eftirlitskerfisins fyrir CP.

Elisabet Rodby-Bousquet – sjúkraþjálfari og dósent við Háskólana í Lundi og Uppsölum. Hún er faglegur stjórnandi CPUP, sænska eftirfylgdar- og skráningarkerfisins fyrir CP.


🎯 Fyrir hverja?

 Fagaðila sem vinna með börnum og fullorðnum með CP, og foreldra barna með CP. Ekkert skráningargjald er tekið fyrir þátttöku en staðfesta skal mætingu á  Abler.

📌 Skráning: í gegnum Abler. 

ℹ Nánar um CPUP - NorCP

ℹ Nánar um CPEF - Í rúman áratug hafa Æfingastöðin og Endurhæfing-þekkingarseturog boðið upp á CP-eftirfylgd (CPEF), íslenska útgáfu af eftirfylgnikerfi CPUP sem notað er í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og víðar til að fylgjast með heilsu og færni einstaklinga með CP.

ℹ Nánar um F-orðin (The F-words)

 

Við hlökkum til að sjá þig!