Eigum við að vera vinir? Sumarhappdrætti SLF 2021

Sala er hafin á sumarhappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021. Happdrættismiðarnir verða sendir í heimabanka á næstu dögum. Að venju er dregið út 17. júní. Vinningar eru stórglæsilegir eins og alltaf og allur ágóði af sölu miðanna rennur til Reykjadals.

Reykjadalur eru sumarbúðir fyrir börn með margþættar fatlanir. Enn sem komið er eru þetta einu sumarbúðirnar sem setja þarfir fatlaðra barna í forgrunn og gefa þeim sama tækifæri á sumarbúðarfjöri og ófötluð börn njóta.                                                                                               

Árlega koma um 250 einstaklingar í Reykjadal á aldrinum 8-21 árs. Vináttan er mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals. Lögð er áhersla á að hver og einn einstaklingur njóti sín á sínum forsendum og sé fremstur meðal jafningja. 

Í Reykjadal er stuðið í fyrirrúmi! Við förum í sund, óvissuferðir, hjólastólarallí og sullandi skemmtilega sápurennibraut, höldum kvöldvökur, kveikjum í varðeld og grillum sykurpúða og svo mætti endalaust lengi telja! Markmið okkar er að skapa ógleymanlegar minningar með því að bjóða upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla sem brýtur aldeilis upp hversdaginn!

Hægt er að gerast Vinur Reykjadals og styrkja starfið með mánaðarlegum greiðslum. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem reka Reykjadal, öðlast með þinni vináttu meira öryggi til að viðhalda metnaðafullu starfi áfram.

Gerast vinur Reykjadals