Fjórir nýjir starfsmenn á Æfingastöðinni

Jóhanna, Sigga, Sylvía og Steinhildur
Jóhanna, Sigga, Sylvía og Steinhildur

Fjórir nýjir starfsmenn hafa hafið störf hjá okkur eftir sumarlokun. Það eru Jóhanna Herdís Sævarsdóttir sjúkraþjálfari, Sylvía Dögg Ástþórsdóttir iðjuþjálfi, Sigríður Arnar Lund iðjuþjálfi og Steinhildur Hjaltested aðstoðarmaður iðjuþjálfa.

Jóhanna útskrifaðist í vor sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands en hún kom á Æfingastöðina í verknám og var ráðin til starfa á meðan á náminu stóð.

Sylvía Dögg útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri árið 2020 og Sigríður Arnar lauk iðjuþjálfanámi í vor. Sigríður Arna, eða Sigga eins og hún er kölluð, þekkir starfsemi Styrktarfélagsins vel því hún starfaði í sumarbúðunum í Reykjadal í sumar.

Við bjóðum þær velkomnar til starfa!