Villa á happdrættismiðanum: Kia e-Niro í verðlaun í stað e-Soul

Kæru vinir og velunnarar. Þau hvimleiðu mistök áttu sér stað við útgáfu jólahappdrættismiðans okkar að rangt tegundaheiti var gefið upp á Kia bílnum í upptalningu happdrættisvinninga. Í aðalvinning er Kia e-Niro en á miðanum stendur að það sé Kia e-Soul.

Verðmæti vinninga er rétt og það er mynd af réttum bíl á happdrættismiðanum.

Í 1. vinning er Kia e-Niro frá bílaumboðinu Bílaumboðið ASKJA

Við biðjumst velvirðingar á þessu.

Á sama tíma þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Viðtökurnar hafa verið frábærar í happdrættinu.

Þú finnur happdrættismiðann í heimabankanum eða hér: https://www.kaerleikskulan.is/products/jolahappdraetti-styrktarfelags-lamadra-og-fatladra-2021