„Þetta er frábært tækifæri til að mynda vináttusambönd“

Gleðin réði ríkjum um helgina í Menntasetrinu við Lækinn þar sem 20 krakkar á aldrinum 8-12 ára komu í Jafningjasetur Reykjadals. Þetta er fyrsta helgin sem Jafningjasetrið er starfrækt en það svipar til félagsmiðstöðvar þar sem boðið er upp á tómstunda-, frístunda- og menningastarf. Þessa fyrstu helgi var farið í löggu og bófaleik á lóðinni, pílukast, þythokkí og farið í sund í Suðurbæjarlaug. Þá spreyttu gestir sig í slímgerð ásamt því að byggja virki.
 
„Eins og starfsfólk Reykjadals þekkir þá er gerð krafa um stórskemmtilega afþreyingu og endalaust fjör. Við fundum strax fyrir því að þessa þjónustu hefur vantað í samfélagið. Fyrsta helgin gekk vonum framar og ég vona að Jafningjasetrið sé komið til að vera. Þetta er frábært tækifæri til að mynda vináttusambönd og ég bíð spennt eftir því að taka á móti næsta hóp á laugardaginn!“ segir Thelma Rut Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjadal.