Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra verður 70 ára á morgun 2. mars

70 ár verða á morgun, 2. mars, liðin frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Tjarnarbíó. Af því tilefni bjóðum við skjólstæðingum okkar og velunnurum að fagna með okkur í anddyri Æfingastöðvarinnar. Afmælisdagurinn markar upphaf 70 ára afmælisársins en við höfum í hyggju að fagna með ýmiss konar uppákomum út árið.

Öll velkomin á morgun, miðvikudaginn 2. mars, á sjálfan öskudaginn, í anddyri Æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut 13 á milli kl. 11 og 12.