Við leitum að iðjuþjálfa

Æfingastöðin óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 100% starf eða eftir samkomulagi.

Iðjuþjálfar Æfingastöðvarinnar vinna með dagleg viðfangsefni ýmist í einstaklings- eða hópþjálfun. Unnið er eftir hugmyndafræði um fjölskyldumiðaða þjónustu í nánu samstarfi við börnin og fjölskyldur þeirra.

Starfssvið

  • Mat á færni og þátttöku
  • Þjálfun barna og ungmenna
  • Ráðgjöf og fræðsla
  • Teymisvinna

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð samskiptahæfni

Starfstöðvar eru að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík og Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Gústavsdóttir, yfiriðjuþjálfi, í síma 535-0900 eða á gerdur@slf.is. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu Æfingastöðvarinnar www.aefingastodin.is

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2020.

Hægt er að sækja um hér