Farsælt samfélag fyrir alla

Fimm starfsmenn Æfingastöðvarinnar sóttu ráðstefnuna "Farsælt samfélag fyrir alla", þau Guðrún Ágústa Brandsdóttir sjúkraþjálfari, Gunnhildur Jakobsdóttir yfiriðjuþjálfi, Kolbrún Kristínardóttir yfirsjúkraþjálfari, Tania Sif Te Maiharoa aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun og Vilmundur Gíslason framkvæmdarstjóri.
Á ráðstefnunni var leitast við að koma auga á þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að jöfnum tækifærum allra barna til íþróttaiðkunar. Forvarnargildi íþrótta er gríðarlegt og nauðsynlegt að tryggja tækifæri fatlaðra barna til að iðka íþróttir að eigin vali. Ráðstefnan var virkilega áhugaverð og okkur á Æfingastöðinni mikil hvatning að halda áfram að efla börn til þátttöku. Á ráðstefnunni kom skýrt fram hversu mikilvægur félagslegi þáttur í þróttanna er þ.e. að tilheyra hópi og erindin sýndu okkur að það er alltaf hægt að aðlaga íþróttina þannig að allir geti tekið þátt á sínum forsendum.
Síðar verður unnið úr niðurstöðum málþingsins og farið í mótun tillagna að aðgerðaráætlun um fulla þátttöku og virkni fatlaðs fólks á forsendum eigin getu. Við hlökkum til að taka þátt í þeirri vinnu.
Hér að neðan er hlekkur á opið streymi og dagskrá ráðstefnunnar sem enn er opin öllum.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/03/15/Farsaelt-samfelag-fyrir-alla-radstefna-um-taekifaeri-barna-og-ungmenna-i-ithrottastarfi/