Forseti Íslands heiðursgestur í afmælisboði

Forseti Íslands ásamt starfsfólki Æfingastöðvarinnar og Herði Sigurðssyni formanni Styrktarfélags la…
Forseti Íslands ásamt starfsfólki Æfingastöðvarinnar og Herði Sigurðssyni formanni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Í dag eru liðin 70 ár frá stofnfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Boðið var til afmælisveislu í húsnæði Æfingastöðvarinnar og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðursgestur og flutti ávarp. Formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Hörður Sigurðarsson flutti einnig ávarp og Pálmi Sveinsson tónlistarnemi hjá Fjölmennt söng lagið Undir Stórasteini við undirleik tónlistakennara síns, Helle Kristensen.
 
Afmælið ber upp á sjálfan öskudaginn en líkt og alltaf á öskudögum leystu hinar ýmsu fígúrur starfsfólk Æfingastöðvarinnar af. Við buðum leikskólabörnum frá Múlaborg í heimsókn til okkar í tilefni dagsins. Þau sungu fyrir okkur og Leikhópurinn Lotta skemmti þeim.
Alveg frábær afmælisdagur að baki en hann markar upphaf afmælisársins sem verður fagnað á fjölbreyttan hátt. Á afmælisárinu verður sérstök áhersla lögð á að raddir skjólstæðinga okkar, barnanna, heyrist. Það er sérstaklega mikilvægt að raddir fatlaðra barna og ungmenna heyrist. Þess vegna er stefnt að því að stofna notendaráð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á afmælisárinu.