Freyja hættir störfum á Æfingastöðinni eftir 29 ár

K. Freyja Skúladóttir sjúkraþjálfari og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri
K. Freyja Skúladóttir sjúkraþjálfari og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri

Á morgun verður síðasti vinnudagur K. Freyju Skúladóttur hjá Æfingastöðinni en hún lætur af störfum eftir 29 ár hjá Æfingastöðinni. Freyja er að færa sig um set og hefja störf hjá hjúkrunarheimilinu Eir.

K. Freyja lauk B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1989. Hún hefur lokið mastersgráðu í barnasjúkraþjálfun frá Hahnemann University, Philadelphia, Usa og fengið sérfræðiviðurkenningu í barnasjúkraþjálfun. 

Freyja hóf störf á Æfingastöðinni árið 1991 og það er mikill missir af henni. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni.