Fullsetið á námskeiðinu Íhlutun með aðstoð hunds

Það var fullsetið af mönnum og dýrum í verklegu námskeiði Æfingarmiðstöðvarinnar, Íhlutun með aðstoð hunds, sem fór fram dagana 1.-2. október í Reykjadal.
 
Þátttakendur komu víða að með fjölbreyttan bakgrunn; sálfræðingar, grunnskólakennarar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, þroskaþjálfar, hundaþjálfarar og aðrir sem starfa með dýrum og fólki.
 
Á námskeiðinu var farið yfir þjálfun hunda í æfingum er nýtast í starfi með fólki, viðurkenndar leiðir við þjálfun hunda sem ætlaðir eru í slíkt starf auk þess sem farið var yfir velferð hunda og ábyrgð stjórnenda hunds í starfi með fólki. Umsjón var í höndum Line Sandstedt, deildastjóra kennslu ICofA og Gunnhildar Jakobsdóttur, yfiriðjuþjálfa Æfingastöðvarinnar ásamt hundinum Skottu og gestakennurum frá Noregi og Póllandi.