Happdrættismiði í heimabankanum þínum

Sala er hafin í sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2022. Þú finnur þinn happdrættismiða í heimabankanum. Lausasölumiðar fara í sölu innan tíðar. Þá verður hægt að kaupa happdrættismiða í afgreiðslunni hjá okkur og í netverslun. Allur ágóði af sölu happdrættisins rennur til sumarbúðanna í Reykjadal.

Hér má nálgast vinningstölur í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021.

Happdrættið er ein elsta og tryggasta fjáröflunarleið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Við þökkum stuðning og velvilja í garð félagsins síðastliðna sjö áratugi!