Karfan þín

Karfan er tóm.

Hjartans þakkir fyrir stuðninginn - Lionsklúbbur Njarðar

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra færði Lionsklúbbi Njarðar innilegar þakkir á dögunum fyrir höfðinglegar gjafir til Æfingastöðvarinnar. Í tilefni afhendingarinnar komu meðlimir úr Lionsklúbbnum  í heimsókn í Æfingastöðina, þar sem þeir kynntu sér starfsemina og hittu starfsfólk og gesti.

„Velvild og stuðningur Lionsklúbbs Njarðar er ómetanlegur og gerir okkur kleift að skapa betri aðstöðu og um leið tækifæri fyrir börn og ungmenni til þátttöku og þjálfunar,“ segir Bergljót Borg, framkvæmdastjóri SLF.

 

Með stuðningi Lionsklúbbsins hefur Æfingastöðin fengið fjölbreytt æfingatæki og búnað að gjöf:

Styrking.is / Marco ehf. – Fjölþjálfi, klifurþjálfi, hnébeygju- og réttuþjálfi og þrekþjálfi
Sportvörur / RJR ehf. – Hjól Concept 2, Trissa HG20, lyftingabekkur Mini HG20 og 12 gúmmímottur Starlight
Hirzlan ehf. – 25 ISO stólar og 2 stólagrindur
Á. Óskarsson – Gólfefni á íþróttagólf