Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 23. ágúst 2025. Við biðjum þig um að ganga (eða hlaupa!) til liðs við okkur og styðja við mikilvægt starf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Æfingastöðvarinnar eða Reykjadals.
Með því að skrá þig til leiks og safna áheitum hjálpar þú börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra að fá þá þjónustu, stuðning og tækifæri sem þau eiga rétt á.