Karfan þín

Karfan er tóm.

Hvatningarstöð og varningur fyrir hlaupið!

Hlaupafólkið okkar getur treyst á okkar stuðning! 

Við erum gríðarlega þakklát fyrir alla okkar kraftmiklu hlaupara sem hlaupa fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Æfingastöðina eða Reykjadal. Í vikunni er hægt að sækja Reykjadalsbuff, tattoo, skóskraut og reimar í afgreiðslu SLF og Æfingastöðvarinnar, Háaleitisbraut 13, kl. 8–16 alla virka daga og til kl. 19.30 á föstudaginn.

 

Hvatningarstöð Reykjadals, SLF og Æfingasstöðvarinnar:

Á hlaupadegi verðum við með hvatningarstöð þar sem við peppum hlauparana okkar til dáða. Þetta er alltaf algjör veisla – bæði fyrir hlaupara og áhorfendur 🙌

🎶 Stemning með stuðtónlist í anda Reykjadals 

⏰ Mæting:

  • Maraþon hefst kl. 8:40

  • 10 km hlaup kl. 9:40 👉 Best að mæta ekki seinna en kl. 9:30 

Hvatningarstöðin okkar er við Ægisíðu, á móti húsnúmeri 88. Hér finnurðu staðsetninguna 👉 Smelltu hér.

✨ Hittumst á hliðarlínunni! 🧡👏

 

Með hlýjum kveðjum,
SLF, Reykjadalur & Æfingastöðin