Karfan er tóm.
Æfingastöðin auglýsir eftir íþrótta- eða tómstundafræðingi með metnað og áhuga á að starfa með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Um er að ræða hlutastarf, hlutfall eftir samkomulagi.
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu barna og ungmenna. Við erum öflugt teymi sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og aðstoðarfólks sem höfum það markmið að efla þátttöku barna- og ungmenna heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu.
Árlega nýta um 1400 börn og fjölskyldur þeirra sér fjölbreytta þjónustu Æfingastöðvarinnar. Við bjóðum meðal annars upp á öflugt hópastarf, þjálfun í sundlaug, sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hund og hest.
Við viljum ráða íþrótta- eða tómstundafræðing sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi með börnum og ungmennum. Í starfinu felst meðal annars teymisvinna með sjúkra- og iðjuþjálfum, þátttaka í hópþjálfun og námskeiðum og þróun úrræða með það að marki að efla þátttöku barna í þeirra umhverfi.
Æfingastöðin er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnuvika starfsfólks í fullu starfi 36 klst. Hjá okkur ríkir frábær starfsandi og starfsmannafélagið okkar „Frú Margrét“ stendur fyrir skemmtilegum viðburðum allt árið. Við erum einnig með sterka endurmenntunarstefnu.
Hæfniskröfur
Frekari upplýsingar
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum. Gefið er frí milli jóla- og nýárs.
Umsóknarfrestur er til og með 10.september 2024
Umsóknir berist til kolla@slf.is
Nánari upplýsingar veitir
Kolbrún Kristínardóttir, yfirsjúkraþjálfari
kolla@slf.is
8636380