Kærleikskúlan 2020 uppseld - fleiri kúlur væntanlegar í byrjun næsta árs

Sýnishorn af gjafabréfinu sem kemur á þykkum pappír og í umslagi.
Sýnishorn af gjafabréfinu sem kemur á þykkum pappír og í umslagi.

Kærleikskúlan ÞÖGN eftir Finnboga Pétursson er uppseld. Hún seldist upp hjá okkur á Háaleitisbraut í fyrradag, á fjórða söludegi af fimmtán. Við erum orðlaus yfir viðtökunum og afskaplega þakklát. Á sama tíma þykir okkur miður að geta ekki afhent öllum sem vilja Kærleikskúlu ársins fyrir jól. Vegna mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að panta fleiri kúlur sem verða því miður ekki komnar fyrir jól. Þess í stað höfum við útbúið gjafabréf sem hægt er að kaupa og þannig tryggja sér kúlu í sendingunni sem er væntanleg í febrúar/mars. Ath. að þetta er áætlaður afhendingartími. Hann getur breyst í takt við flutningstíma en við munum keppast við að koma Kærleikskúlunni sem fyrst í hendur eigenda sinna.

Kærleikskúla ársins inniheldur hljóðupptöku sem Finnbogi Pétursson tók á Arnarstapa sumarið 1986. Það er því ekki hægt að panta nýjar kúlur beint. Finnbogi er byrjaður að taka upp á fleiri segulbandsspólur, svo klippir hann bandið niður í einn meter. Sá meter inniheldur upptökuna: