Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Æfingastöðin óskar eftir að ráða öfluga iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem hafa áhuga á fjölbreyttu starfi með börnum og fjölskyldum þeirra, þátttöku í stefnumótun og nýsköpun í starfi.
Um er að ræða tvær 100% stöður, en möguleiki er á minna starfshlutfalli ef þess er óskað.
Æfingastöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð í snemmtækri íhlutun og endurhæfingu barna og ungmenna. Hjá okkur starfar öflugt teymi sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og aðstoðarfólks með það markmið að efla þátttöku barna og ungmenna.
Hjá okkur fer m.a. fram öflugt hópastarf, þjálfun í sundlaug, sjúkraþjálfun á hestbaki og iðjuþjálfun með hund. Þjálfarar fara mikið út í leikskóla og skóla með ráðgjöf og íhlutun og erum einnig í samstarfi við íþróttahreyfinguna.
Fjölskylduvænn vinnustaður með 36 tíma vinnuviku
Góðir möguleikar á sveigjanleika í starfi
Frábær starfsandi og öflugt starfsmannafélag - „Frú Margrét“ stendur fyrir skemmtilegum viðburðum allt árið
Sterk endurmenntunarstefna, m.a. styrkir úr Starfsmenntunarsjóði og Starfsþróunarsetri BHM
Laun skv. gildandi kjarasamningi BHM og fjármálaráðherra, ásamt nýjum stofnanasamningum
Frí á launum milli jóla og nýárs
Íslenskt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Íslenskukunnátta áskilin
📩 Umsóknir skulu berast til yfirþjálfa viðeigandi fagstéttar:
Kolbrún Kristínardóttir, yfirsjúkraþjálfari – kolla@slf.is / 863 6380
Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi – gunnhildur@slf.is / 695 0272
📅 Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2025.
👉 Við hvetjum öll til að sækja um!