Lokað fyrir komu skjólstæðinga á Æfingastöðina

Við hlökkum til að taka á móti skjólstæðingum á ný síðar.
Við hlökkum til að taka á móti skjólstæðingum á ný síðar.

Bréf til skjólstæðinga og aðstandenda 23. mars:

Kæru skjólstæðingar og aðstandendur, 

Í ljósi hertra aðgerða Almannavarna eigum við ekki annarra kosta völ en að loka fyrir komu skjólstæðinga á Æfingastöðina tímabundið frá og með 24. mars. Við höfum reynt að aðlaga starfsemi okkar með tilliti til smitvarna en óhjákvæmilega fylgir starfi okkar mikil nálægð við skjólstæðinga. Því eigum við ekki annarra kosta völ en að loka fyrir komu skjólstæðinga. Við vonum að þið sýnið þessu skilning. Við viljum þó vekja athygli á því að starfsfólk Æfingastöðvarinnar er í vinnu og við viljum hvetja ykkur til að vera í sambandi við ykkar þjálfara, símleiðis eða í tölvupósti.

Við viljum koma á framfæri góðum kveðjum til skjólstæðinga okkar, vina og vandamanna. Við hvetjum ykkur til að huga að andlegri og líkamlegri heilsu. Við getum aðstoðað og veitt góð ráð. Við erum öll í þessu saman.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Æfingastöðvarinnar