Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Framhaldsaðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF), sem haldinn var 28. ágúst, samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að taka upp ný lög fyrir félagið og breyta nafni þess. Formleg nafnabreyting mun fara í gegn á komandi vikum og verður nýtt nafn kynnt opinberlega í síðar á árinu.
Lagabreytingarnar eru afrakstur markvissrar stefnumótunarvinnu sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. Nýtt hlutverk félagsins er að efla þátttöku barna og ungmenna með áherslu á að styðja við tækifæri þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningu, lifa öruggu og heilbrigðu lífi og rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni.
Á fundinum var kosin ný sjö manna stjórn:
Kosið var í nýtt notenda- og fagráð með stigskiptu kjörtímabili:
Gestaráð Reykjadals mætti á fundinn og kynnti starf sitt. Ráðið er vettvangur gesta til að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar og þróunar Reykjadals, með því að veita stjórn og starfsfólki ráðgjöf og koma að umbótaverkefnum sem gera Reykjadal að enn betri stað. Það var einstaklega mikil ánægja meðal félagsmanna að kynnast ráðinu og þeim verkefnum sem það vinnur að. Starf ráðsins var tekið fagnandi og ljóst að þar felast spennandi tækifæri til að þróa þátttöku gesta og fjölskyldna enn frekar í framtíð félagsins.