Karfan þín

Karfan er tóm.

Ný lög og nýtt nafn samþykkt á framhaldsaðalfundi SLF

Gestaráð Reykjadals - viðstödd voru Baldvin Týr, Baldur Ari, Gerður, Katrín Lilja, Sunna, Hildur Kar…
Gestaráð Reykjadals - viðstödd voru Baldvin Týr, Baldur Ari, Gerður, Katrín Lilja, Sunna, Hildur Karen, Úlfhildur og Björn Gústav sem einnig situr í stjórn félagsins.

Framhaldsaðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF), sem haldinn var 28. ágúst, samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að taka upp ný lög fyrir félagið og breyta nafni þess. Formleg nafnabreyting mun fara í gegn á komandi vikum og verður nýtt nafn kynnt opinberlega í síðar á árinu.

Lagabreytingarnar eru afrakstur markvissrar stefnumótunarvinnu sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. Nýtt hlutverk félagsins er að efla þátttöku barna og ungmenna með áherslu á að styðja við tækifæri þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningu, lifa öruggu og heilbrigðu lífi og rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni.

Í kjölfarið var lögð þörf á að laga lög félagsins og heiti þess að breyttu hlutverki og starfsemi. Með nýjum lögum verður félagaformið breytt úr hefðbundnum félagasamtökum í félag til almannaheilla. Ný lög félagsins eru aðgengileg á skrifstofu SLF.

 

Ný stjórn og ráð

Á fundinum var kosin ný sjö manna stjórn:

Formaður til tveggja ára: Jórunn Edda Óskarsdóttir
Aðalmenn til tveggja ára: Hrefna Rós Matthíasdóttir og Diljá Zoega Ámundardóttir
Aðalmenn til eins árs: Björn Gústav Jónsson, Linda Björk Ólafsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson og Harpa Júlíusdóttir
Varamenn: Bryndís Snæbjörnsdóttir (til eins árs) og Hörður Sigurðsson (til tveggja ára)
 

Kosið var í nýtt notenda- og fagráð með stigskiptu kjörtímabili:

Til eins árs: Valrós Sigurbjörnsdóttir, Theodór Karlsson, Hildur Brynjólfsdóttir
Til tveggja ára: Guðbjörg Eggertsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Hörður Reynir Þórðarson
Til þriggja ára: Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir, Kristín Ýr Lyngdal, Sara Rós Kristinsdóttir

 

Gestaráð Reykjadals

Gestaráð Reykjadals mætti á fundinn og kynnti starf sitt. Ráðið er vettvangur gesta til að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar og þróunar Reykjadals, með því að veita stjórn og starfsfólki ráðgjöf og koma að umbótaverkefnum sem gera Reykjadal að enn betri stað. Það var einstaklega mikil ánægja meðal félagsmanna að kynnast ráðinu og þeim verkefnum sem það vinnur að. Starf ráðsins var tekið fagnandi og ljóst að þar felast spennandi tækifæri til að þróa þátttöku gesta og fjölskyldna enn frekar í framtíð félagsins.