Karfan er tóm.
Æfingastöðin þakkar Tækniskólanum fyrir glæsilega sérsmíðaða rennibraut sem nýlega var sett upp í æfingasal Æfingastöðvarinnar.
Hans Haraldsson nemi í húsasmíði og Van Huy nemi í húsa- og húsgagnasmíði lögðu mikla og vandaða vinnu í að smíða rennibrautina fyrir okkur undir leiðsögn kennara skólans. Nemar í málaraiðn sáu um að mála hana og nemar í dúklagningum dúklögðu rennibrautina og teppalögðu tröppurnar. Kjaran ehf. gaf bæði dúkinn og teppið.
Við erum óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu verkefninu lið. Rennibrautin mun nýtast vel í fjölbreyttu starfi Æfingastöðvarinnar til lengri tíma.